Gaman Gaman

Þá er fyrsta skólavikan búin og það er bara búið að vera fínt reyndar rólegt því að það er einn kennarinn búin að vera í fríi þannig að það er bara búið að vera einn tími á dag þannig að næsta vika verður strembin . Ég er eitthvað að spá í að hætta að vinna með skólanum því að þetta á ekki eftir að ganga af þeirri ástæðu að við verðum að taka vaktir á sjúkrahúsinu og við fáum skróp í þeim tímum sem kennarar taka ekki tillit til að þetta er partur af náminu og svo er ég líka með morgunvaktir á elló og þá fæ ég líka skróp þannig að þá eru komnar nokkuð margar fjarvistir og það er ekki að ganga en ég er ekki búin að ræða við kallinn minn um þetta en fer í það í dag. Helga er að bíða eftir því að komast í flug núna en það er alveg glatað veður þetta er alveg ótrúlegt. Anna María er á Ísafirði núna hjá vinkonu sinni vona bara að ég komist yfir að ná í hana . Ég er ekki alveg búin að vera hin hressasta síðustu dagana en vona að ég fari að koma til því að þetta er ekki gaman. Búin að vera að skoða allar myndirnar sem við tókum um jólin og áramót þær eru æðislegar mun skella nokkrum inn í dag þannig að þið getið séð smá brot. En endilega kommentið þið ef þið komið að skoða bloggið mitt . En það er alveg að verða kreisí veður hér á Flateyri núna . En hafið það gott þanga til næst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Hafðu gott ár og mundu að það ert þú sem ert stjórnandinn.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 10.1.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: egvania

 Hæ Guðmunda þú verður að skoða vel þetta með vinnuna ekki er gott ef þú fellur á mætingu.

 Ég var með 90% mætingu í skólanum fyrir jól og var ekki alveg sátt við það mér fannst ég alltaf missa af svo miklu ef ég þurfti að fá frí.

 Ég veit að þú stendur þig hvernig sem þér tekst að vinna úr þessu þú sýndir það svo sannarlega fyrir jólin.

egvania, 11.1.2009 kl. 01:05

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Stelpur muna að trúa á það sem við erum að gera.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.1.2009 kl. 01:08

4 identicon

kvitt kvitt, alltaf gaman að lesa bloggið þitt :-)

Jórunn (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband