Þá er allt komið í sitt gamla far aftur

komið þið sæl öll sömul ég og stelpurnar erum allar komnar í skóla á Ísafirði og það er bara gaman að þurfa ekki að keyra ein yfir á morgnana og nú eru líka allir ánægðir. Ég er að vinna núna með skólanum og þetta er svolítið strembið að gera þetta allt svo að vel fari en ég ætla bara að sjá til hvað ég geri í þessu en verð nú samt að fara að ákveða mig svona bráðum.Kallinn er á sjó og ég sakna hans mikið en það er víst ekki hægt að vera að væla um það endalaust því að það er ekki hægt að breyta því svo auðveldlega. Hún Helga mín er að fara í bæinn á laugardag það verður  gott fyrir hana að hitta pabba sinn og afa já og alla hina líka .

Það er svo kalt hjá Birgittu og Atla núna að þau eða allavega hún er að deyja úr kulda þannig að ég verð að fara að hamast við það að klára lopapeysurnar fyrir þau því ekki vill ég að þeim sé kalt.  

En það er bara gaman að vera byrjuð aftur í skólanum  og hitta kerlurnar aftur það var nú bara komin söknuður í okkur allar .

En ég hef nú ekki neitt rosalega mikið að segja vildi bara smella einhverju hér inn bæjó í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband