Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Þá er komið langt frí

Það var bara farið í skólann í morgun í þvílíkri hálku og skafrenningi en litla hvíta sæta músin komst þetta alla leið og ég er svo ánægð að eiga þennan bíl að það er bara ekki hægt að lísa þessu í orðum þannig að ég ætla bara ekki neitt að vera að því .Var að fá miðannarmatið mitt í skólanum 2 ágætt og 3 gott og ég er svo stolt af mér .Er búin að vera að gera lol verkefni í dag um beinin og þetta er ekki neitt smá skrif í þessu.En snjóar hér á eyrinni en það er allt í lagi því að ekki þarf ég að fara neitt get bara verið hér og látið mér líða vel drukkið heitt kakó og borðað kex því ekki er maður farin að baka smákökur.Kallinn kom í land í bænum í dag og fór aftur á sjó kl 16 sakna hans alveg rosalega mikið þessa dagana held að það sé bara meira en vanalega.Núna eru bara 8 dagar þanga til að Helga kemur heim var að tala við þær systur áðan og þær voru að lita hárið á sér og þær eru víst bara alveg eins og tvíburar en það var nú gott þær gátu alveg hlegið af þessu öllu saman. Mamma mín varð 75 ára í gær og hann pabbi minn var svo mikill sjarmur að hann bauð  henni út að borða í tilefni dagsins og þau voru voða ánægð með daginn í gær og mér fannst svo gott að vita að þau áttu góðan dag saman en til hamingju með daginn í gær elsku mamma mín.Annars er ég bara ágætt vona bara að þið hafið það gott kæra fólk sem les þessar hugsanir mínar .Heart

Mánudagur til mæðu það má segja

Jæja það var komið að því að fara í skólann eftir allt þetta hlé sem ég er búin að vera í vaknaði kl 7 og gerði allt tilbúið og dreif mig svo á stað á kagganum skyldi ekki alveg aukahljóðið sem var í bílnum en ákvað að stoppa og athuga þetta var ekki bara sprungið að kagganum en ég var svo heppin að hún Magga var að fara framhjá mér og tók mig með .Það var nú gott að fara í skólann það var einn tími svo pása í 2 tíma þá fórum ég og Ylfa til ömmu og afa ég er búin að eigna mér þau líka það er svo notalegt að fara til þeirra kaffi og píanó leikur á hverjum mánudegi fyrir okkur svo er líka spjallað um heima og geima.Þá var það lol var alveg lost í þessu beina tali kann þetta ekki en það er í lagi ég verð bara að læra og læra .Svo er ég bara hér á kaffi Edinborg að bíða eftir að rútan komi að pikka mig upp það verður ekki fyrr en kl 3 alveg glatað að komast ekki á þeim tíma heim sem maður þarf en það er svona að vera óheppin í lífinu það er víst í mínu hlutverki að gera það að vera óheppin meina ég .Það er bara komin vetur hér snjór og skíta kuldi .Crying  en ég vona að allir hafi það gott í dag bæ bæ.

Þá er gellan komin heim

Ég og Anna og Krummi komum heim í gær það var nú dálítið skrítið að koma aftur eftir allan þennan tíma en samt alltaf gott að koma á heimilið sitt en vildi bara að allir mínir væru nær mér þá væri þetta auðveldara.En Eirin er alltaf eins tekur á móti manni í allri sinni dýrð þannig að það er hægt að dást af fegurð hennar og þá líður mér allavega aðeins betur. það verður nú gott að koma aftur í skólann á morgun og að hitta hana Ylfu mína er búin að sakna hennar alveg rosalega Grin . Er búin að vera að greiða honum Krumma mínum það er ekki neitt smá mikil vinna hann getur bara ekki verið stopp í smá stund þetta er margra manna vinna alveg ótrúlegt . En ég hef ekki neitt spes að segja nema hafið það sem best og Helga og Birgitta ég elska ykkur sendi hér knús og kossa.Heart

Annarsamur dagur

Það var ekki vaknað fyrr en kl 10 þá var fengið sér kaffi og síkó og aðeins spjallað við Hildi og svo var kallinn vakinn og við drifum okkur út fórum til tengdó og það var drukkið kaffi og svo skrapp ég með henni í búð .Ég og Snorri komum við hjá mömmu á spítalanum og svo var brunað niður á höfn því að kallinn var að fara á sjó það verður skrítið að hafa hann ekki hér hjá mér hann er búin að vera hjá mér í eina og hálfa viku og styðja mig og alla í kringum okkur.Fór að kaupa mér skó fékk tvö pör fyrir 1900 kr kjara kaup .Svo var ekki neitt annað að gera en að fara heim til okkar í mosó við erum búin að vera hér svo lengi að maður er farin að segja heim en ég pantaði flug á laugardag verð að fara að takast á við hið raunverulega líf hverstaksleikan. En það á eftir að bjarga mér að hafa síma og net veit ekki hvernig fólk fór að þegar þessi tæki voru ekki til. En ég hef það bara ágætt er reyndar svolítið tóm þetta er mjög skrýtin tilfinning en það verður bara að vinna í þessu .

Hafið það gott kæru vinir .Undecided


Róleg helgi

Í gær var bara sofið út . Svo borðaði ég þetta dýrindis kjöt í karrý hjá Hildi svo var bara að drífa sig út ég fór að kaupa kertalukt og kerti fór svo upp í kirkjugarð að leiðinu hans Gumma bróður átti góða stund þar það var svo friðsælt að vera þar.  Skrapp svo til Grétu og þar tóku á móti mér þrír litlir gullmolar Hafdís,Sandra og Birgir Máni þau eru alveg yndisleg mamma og pabbi komu líka þangað og svo kom Valli bróðir og það var spjallað drukkið kaffi og borðaðar kökur Inga Vigdís kom líka þetta var rosa gaman . kom við hjá Láru í smá kaffi og með því það var gott að koma þangað eins og alltaf,svo var bara að fara til Hildar aftur og þar var þessi dýrindis kvöld matur og fullt af nammi. Ekki má gleyma að segja frá því að á föstudaginn fórum við til Valla og Völlu í pitsa veislu og kana spil það var gaman .  En í dag þá er Snorri að fara með mömmu sinni og pabba að heimsækja Ása það verður gaman hjá þeim veit ekki hvað frúin gerir.En kæru vinir hafið það gott .

 


Langir dagar

Það er svo skrítið hvað dagarnir eru langir mér finnst bara eins og tíminn líði bara ekki neitt .Ég er eitthvað svo tóm í huganum það er eins og ég sé bara en er ekki neitt þetta er mjög skrítin tilfinning en kannski er þetta svona .Við eru hér hjá vinkonu minni og hér er vel hugsað um okkur .Það er ömurlegt veður rigning og rok ,en ég verð að segja að ég sakna nú að vera ekki heima hjá mér það er alltaf öðruvísi að vera einhverstaðar annarstaðar .Er orðin stressuð út af skólanum en ég verð vonandi fljót að vinna það upp .Ég vona að það hafi gengið vel hjá henni Ylfu að gera kreppu keppina í gær eða dag er ekki viss hvenær hún ætlaði að hræra í þá það hefði nú verið gaman að vera með í því en takk fyrir Ylfa að taka fyrir mig í leiðinni það verður nú gott að fara að sjóða þá .Ég var að tala við stelpurnar mínar áðan það var svo gott að heira í þeim mundi gjarnan vilja hafa þær hér hjá mér en svona er þetta bara það eru ekki allir á sama stað .en hafi það gott kæru vinir .

Það er vont að missa ástvin

Það eru búnir að vera erfiðir dagar núna undafarið en þetta er reynsla sem við verðu víst að ganga í gegnum .En það eru svo ótalmargir sem styðja og styrkja okkur og það er alveg ómetanlegt . Við erum hér í mosfelsbæ hjá Hildi og Óskari og hér er hugsað vel um okkur Ásthildur hún er búin að lita á mér hárið og klippa mig lita augabrýr þannig að nú lítur gellan ágætlega út .Ég er búin að sofa lítið og er orðin frekar þreytt en er að vonast til að geta sofið eitthvað í nótt .Er að fara að vera með Ingu Vigdísi í fyrramálið og honum Birgi Mána það verður nú gaman svo ætla ég að fara til Valla bróður við ætlum að borða saman Snorri hann er að fara að hitta Robba vin sinn á meðan veit ekki hvenær hann kemur í bæinn aftur . Ég sakna stelpnanna minna mjög mikið þessa dagana og mig hlakkar til þegar ég sé  þær aftur Helgu í lok þessa mánaðar og Birgittu í maí .En það sem ég er búin að læra þessa síðustu daga er það máður á að vera í góðu sambandi við sína ættingja og vini takk fyrir öll fallegu orðin og hugsanirnar sem allir eru búnir að sína mér. Góða nótt kæru vinir.

 


Nú er það kalt og hvítt

Þegar ég vaknaði í morgun var bara kominn snjór í miðjar hlíðar og frekar kalt en það er bara svoleiðis að við meigum alltaf vera örug að það kemur vetur og þá er gott að eiga góðar og hlýar flíkur ekki satt. Var að fá úr sálfræði verkefni og kellinginn fékk 9 ferlega stolt af mér en þegar skólin var búin var komið við í bónus og verslað svona smá og svo brunaði ég heim á kagganum mínum þessiélska er alveg að brarga mér.Svo var ekki neitt annað að gera en að ganga frá þvotti og skúra yfir gólfinn hjá mér þetta er alveg ótrúlegt hvað er alltaf drullugt hér og við sem erum bara tvær í heimili og Krummi en hann er bara lítill hundur veit ekki alveg hvað þetta er  ekki þrif árótta því að mér finst þetta ekki gaman. Hef ekki heirt neitt í kallinum mínum sakna þess alveg rosalega kanski nennir hann bara ekki að tala við mig gæti verið kemur í ljós einhver tíman. Í gær var ég að uppgötva Skype þetta er ekki neitt smá sniðugt talaði við Völlu mákonu það var rosa gaman.Svo er ég að fara í próf á föstudag og mánudag alltaf nóg að gera í þessu .

Bara ágætis dagur

Þá er þetta lol próf búið og mikið er ég feginn því að ég var andvaka síðustu nótt yfir stressi svo var þetta ekki eins mikið mál og ég hélt en mikið er ég fegin. Svo var það bara einn kaffi á upphaldskaffi húsi okkar eftir það var bara keyrt á kagganum heim og gengið frá þvotti og spjallað smá við Önnu og svo þreif ég mig í sund og það var alveg yndislegt var alein geggjað. Nú er maður ekki viss hvað er að gerast krónan verðlaus og allt að verða vitlaust eða hvað. Hvað á að gera pakka saman og flytja en hvert á maður að fara það er spurning hvað verður um heimilin í landinu okkar spurning sem hver á að svara? það gera öruglega ekki þessir ráða menn því að þeir eru allir í einhverju leynimakki því að þeir eru ekki nógu miklir menn að horfa framan í okkur og segja okkur manleikan þeir eru búnir að fokka upp öllu hér í landi . Meðan þeir eru vel settir þá eru þeir bara kátir . En ég og Ylfa vinkona við ætlum að taka slátur og borða það og sjá til hvort við verðum jafn vel settar og hann Pétur Blöndal því að hann étur það í öll mál og hann er vel stæður W00t aldrei að vita hvað gerist ef svo verður þá mun ég kannski hugsa um að kjósa hann en bara kannski nei allllllllllllllllllldrey í lífinu . Þessir kallar sem eru búnir að tapa miljónum í dag ég hef ekki neina samúð með þeim só sorry þeim er nær að vera búnir að sukka með aurana svona það verður gaman að sjá hvort þeir eigi eftir að breyta einhverju í sínu lífi eins og almúginn þarf að gera í framhaldi af því sem er búið að gerast síðustu vikur. Hver leifði Dabba og Birni að eiða peningum okkar í þetta rugl. Ég er alveg brjáluð yfir þessu og ætla ekki að leina því.Devil

Sunnudagur til sælu

Svaf bara lengi lengi og er svo búin að lesa og lesa og svo var nú gaman að sjá greinina og myndina af þessari snilldar hugmynd hjá honum Atla og vona að hann sé bara búin að hafa góðan dag . Annars er bara ekki neitt að gerast hér á Flateyri erum bara búnar að vera í leti eða aðallega ég nema það er alltaf nóg af þvotti til að þvo alveg ótrúlegt hvað tvær manneskjur geta drullað út af fötum .en jæja ég hef bara ekki neitt meira að segja hafi þið það gott kæru vinirWink

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband