Er búin að vera svo dugleg í dag þvoði eldhúsgluggann setti jólagardínur og smá skraut tók til í gestaherberginu þannig að ég er tilbúin að taka á móti þeim sem vilja koma í heimsókn . Þvotturinn er alveg að fara að minka töluvert talaði við mömmu og pabba á skypinu þau voru hjá Valla bróður það var voða gaman ég vildi að allir væru með skyp þetta er svo gaman að geta bara talað svona . Talaði aðeins við Snorra það er nú ekki neitt brjálað fiskirí en það er allt í lagi . Er búin að plana hvað ég þarf að gera fyrir jólin og það er komið á krítartöfluna þannig að það fari ekki fram hjá mér. Svo er bara skóladagur á morgun sælan búin er að fara í próf á þriðjudag svo á föstudag þannig að það er svo sem nóg að gera en það er alltaf dauður tími inn á milli þannig að þá getur maður gert eitthvað jóla. Ekki get ég sagt að það sé búið að vera neitt spes veður hér í dag en er nú samt að hugsa um að fara út í göngu bara svona til að gera eitthvað annað en að vera hér heima . Ég er mikið búin að vera að hugsa um hann Gumma bróðir í dag og rifja upp góðar minningar en ég sakna hans og það er svo skrítið að oft hugsa ég hvað ég vildi að ég gæti hringt svona bara til að heira röddina hans en svona er þetta maður hugsar líka oft afkverju maður var ekki í meira sambandi við fólkið sitt og nýtir ekki tíman sem okkur er skaffaður með fólki betur . En þetta er svona bara það sem ég er að hugsa .Hann Krummi er ekki sáttur við allar þessar jólafíkurur sem eru hér út um allt hann geltir og urrar á þetta drasl ætlar sko ekki að láta þetta dót gera mér neitt ýlt . En hafið það gott þangað til næst.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 23.11.2008 | 19:53 | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.3.2009 það er ekki hægt að bara að gleima að blogga þótt það sé gama...
- 4.3.2009 góður dagur
- 16.2.2009 Er að komast í gang aftur
- 17.1.2009 Snjór og brjálað veður
- 14.1.2009 nóg að gera
Færsluflokkar
Mars 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kraftur í kellu :) Það er önfirska loftið sem hefur svo góð áhrif á mann :)
Bestu kveðjur :)
Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.