Hér er bara búið að rigna í allan dag það er svo vont veður að það er ekki hægt að vera úti þannig að konan er bara búin að vera inni að læra og auminginn minn hann Krummi getur varla farið út að pissa því að hann verður svo blautur að það er hægt að skúra með honum þegar hann stígur inn aftur. Snorri er á leiðinni í land í Reykjavík og hann verður þar í fyrramálið það verður gaman hjá honum hann verður öruglega hjá mömmu sinni og pabba . Annars er ekki neitt í fréttum er bara að fara að byrja í öllum prófum þannig að það verður nóg að gera hjá mér á næstunni það verður nú gott að fara í frí vona bara að ég komist í bæinn um áramót því að mig langar svo að hitta alla. Svo þarf Krummi að fara í klippingu hann er eins og villi hundur þetta er alveg ótrúlegt hvað hann getur verið loðinn. Það er varla hægt að horfa á sjónvarpið það er ekki neitt nema eimd og volaði í hverju orði auðvita er þetta allt leiðinlegt en eru þessar fréttir ekki bara að draga alla lengra niður ég bara spyr? En Sædís það er nú gaman að þú skulir skoða og kommenta hér á síðunni vona að þú hafir það gott og allir þínir. Ég talaði við hann Birgir í dag það var voða gaman hann var bara hress. Mig langar svo að fara að gera eitthvað jóla en ég bara nenni því ekki það vantar einhvernvegin bara alla stemmingu en ég þarf nú samt að fara að gera eitthvað í jólagjafa málum því ekki er hægt að fresta þessu neitt. væri til í að kíkja núna til Láru vinkonu í kaffi en það er svo langt . Ég er nú búin að kveikja á jólasérísunni úti því að það var eitthvað svo mikið myrkur þetta er allt annað. Það er svo skrítið það kemur bara eingin hingað í heimsókn . Ylfa ef þú átt eftir að skoða þetta þá vona ég að þú hafir það gott miða við aðstæður. Elski þið firðin og strjúkið kviðinn . Hér kemur mynd af tengdasyni mínum og henni Ísold Þulu.
svo kemur myndband af mér og Bigga síðan í sumar á ættarmótinu það var svo gaman.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 18.11.2008 | 20:07 | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.3.2009 það er ekki hægt að bara að gleima að blogga þótt það sé gama...
- 4.3.2009 góður dagur
- 16.2.2009 Er að komast í gang aftur
- 17.1.2009 Snjór og brjálað veður
- 14.1.2009 nóg að gera
Færsluflokkar
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.