Slakur dagur

Það er nú ekki mikið sem ég er búin að vera að gera fór ekki í skólann var eitthvað slöpp í nótt þannig að ég var bara heima að læra og náði næstum að klára lol verkefnið en er alveg lost með sálfræðina og sem betur fer kemur Ylfa til mín um helgina og við förum í þetta. Annars er ég búin að vera að sauma jóladagatalið sem ég er búin að vera að gera svo lengi og þegar ég er búin með þetta þá á ég eftir að gera tvö í viðbót þannig að ég hef alveg nóg að gera næstu mánuði eða kannski árinn ef ég verð ekki dugleg við þetta. Það er búið að vera svo kalt í allan dag en það er víst ekki neitt sem ég get gert nema að klæða mig. Helga kemur til landsins á morgun það verða nú viðbrigði fyrir hana og fyrir Birgittu  og Atla því að þau eru búin að vera með gesti síðan í júní þannig að vona að þau verði ekki mikið einmanna. Hef ekki heyrt neitt í Snorra í dag vonast til að heyra  í honum á morgun. Tengdaforeldrar mínir eiga 49 ára brúðkaupsafmæli í dag það er nú ekki algengt að fólk í dag sé búið að vera svona lengi saman þannig að þau eiga hrós skilið. Anna María er núna farin að sofa en hún er á algeru gelgjuskeiði talar í síman við strák sem á heima á Ísafirði þetta er alveg ótrúlegt það er svo mikill vinna að eiga stelpur þær eru eingulagi líkar en samt alveg yndislegar. Annars er ég bara hress en er ekki að nenna að fara að sofa veit bara að ef ég vaki lengur verð ég ekki neitt mjög hress í fyrramálið þannig hafið það sem allra allra best .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Talandi um giftingu,þá er ég að ganga í það heilaga 1 nov  

Láttu þér batna vina og mundu að hafa mig í huga þegar þú kemur í bæinn.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 31.10.2008 kl. 11:39

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Og nú loks þegar ég er komin til þín, þá ertu bara að tala í símann við Snorra sviðahaus!!! :) En það gerir ekkert til, ég ét bara nammið hans Snorra á meðan! Annars ertu voða fín og sæt í dag!

Ylfa Mist Helgadóttir, 1.11.2008 kl. 13:45

3 Smámynd: egvania

Guðmunda mín hvenær verðu búin með sálfræðina ég gæti þurft á sálfræðing að halda ?

Saumaðir þú sjálf töskuna sem að þú ert með á myndinni ?

Hún er svo flott ég er með mikinn áhuga á töskum núna var að sauma mér eina í síðustu viku.

kærleikur inn í nóttina Ásgerður

egvania, 2.11.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband