Vetur konungur

Þá er veturinn kominn það er svo mikill snjór hér núna og brjálað veður að það er bara ekki hægt að lísa þessu .En ég er bara búin að vera heima og ekki farið neitt út í allan dag er bara búin að vera að læra í lol verkefninu og viti menn ég er búin ekki neitt smá dugleg .Það er ekki laust við að manni langi bara að fara að baka smákökur og gera heitt súkkulaði en látum það bara bíða maður verður bara feitari ef maður fer að háma í sig eitthvað svoleiðis .Er að fara í dekur á mánudag hlakka alveg rosalega til hef ekki farið í svoleiðis í held ég 8 eða 9 ár .Er búin að vera að reina að mana mig í að byrja á herberginu hjá Önnu en bara nenni því ekki held bara að maður ætti að vera upp æi rúmi með góða bók og lesa og dorma á milli það væri bara fínt ekki að ég held að ég mundi dorma meira en að lesa en það er í góðu lagi.Annars langar mig voðalega að hitta eitthvað fólk núna er hálf einmanna en það er ekki hægt að gera neitt í því ekki hægt að fara út og ekki er hægt að keyra því að allt er ófært ömurlegt en það er svona að hafa valið það að búa í endaþarmi alheims eins og svo góð vinkona mín sagði svo skemmtilega en ef ég hefði aldrei komið hefði ég ekki kinst til dæmis henni Ylfu og stelpunum sem eru með mér í skóla .Ég er að hugsa um að fara einn mánuð suður næsta sumar og vinna á lansanum upp í starfsreynsluna mína þarf bara að tala við konu þar sem mér var bent á af mákonu minni henni Völlu .Ég held að það gæti verið gaman.annars hafið þið það bara gott þanga til næst er það ekki .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband