Þá er komið langt frí

Það var bara farið í skólann í morgun í þvílíkri hálku og skafrenningi en litla hvíta sæta músin komst þetta alla leið og ég er svo ánægð að eiga þennan bíl að það er bara ekki hægt að lísa þessu í orðum þannig að ég ætla bara ekki neitt að vera að því .Var að fá miðannarmatið mitt í skólanum 2 ágætt og 3 gott og ég er svo stolt af mér .Er búin að vera að gera lol verkefni í dag um beinin og þetta er ekki neitt smá skrif í þessu.En snjóar hér á eyrinni en það er allt í lagi því að ekki þarf ég að fara neitt get bara verið hér og látið mér líða vel drukkið heitt kakó og borðað kex því ekki er maður farin að baka smákökur.Kallinn kom í land í bænum í dag og fór aftur á sjó kl 16 sakna hans alveg rosalega mikið þessa dagana held að það sé bara meira en vanalega.Núna eru bara 8 dagar þanga til að Helga kemur heim var að tala við þær systur áðan og þær voru að lita hárið á sér og þær eru víst bara alveg eins og tvíburar en það var nú gott þær gátu alveg hlegið af þessu öllu saman. Mamma mín varð 75 ára í gær og hann pabbi minn var svo mikill sjarmur að hann bauð  henni út að borða í tilefni dagsins og þau voru voða ánægð með daginn í gær og mér fannst svo gott að vita að þau áttu góðan dag saman en til hamingju með daginn í gær elsku mamma mín.Annars er ég bara ágætt vona bara að þið hafið það gott kæra fólk sem les þessar hugsanir mínar .Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband