Róleg helgi

Í gær var bara sofið út . Svo borðaði ég þetta dýrindis kjöt í karrý hjá Hildi svo var bara að drífa sig út ég fór að kaupa kertalukt og kerti fór svo upp í kirkjugarð að leiðinu hans Gumma bróður átti góða stund þar það var svo friðsælt að vera þar.  Skrapp svo til Grétu og þar tóku á móti mér þrír litlir gullmolar Hafdís,Sandra og Birgir Máni þau eru alveg yndisleg mamma og pabbi komu líka þangað og svo kom Valli bróðir og það var spjallað drukkið kaffi og borðaðar kökur Inga Vigdís kom líka þetta var rosa gaman . kom við hjá Láru í smá kaffi og með því það var gott að koma þangað eins og alltaf,svo var bara að fara til Hildar aftur og þar var þessi dýrindis kvöld matur og fullt af nammi. Ekki má gleyma að segja frá því að á föstudaginn fórum við til Valla og Völlu í pitsa veislu og kana spil það var gaman .  En í dag þá er Snorri að fara með mömmu sinni og pabba að heimsækja Ása það verður gaman hjá þeim veit ekki hvað frúin gerir.En kæru vinir hafið það gott .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband