Bjartari dagar

Þá er ég búin að taka til í hausnum á mér og held að ég verði að reyna að hugsa smá jákvætt því annars endar þetta bara á einn veg. Vaknaði bara snemma var að taka það rólegt og svo fór ég á Ísafjörð að sækja snúlluna hana Önnu við keyptum okkur nammi og gos því að við ætlum að hafa kósý kvöld í kvöld það verður gaman . Það er en þá rigning úti en samt svo gott veður það vesta við þetta er að það er svo erfitt að fara með Krumma út að labba því að hann verður alveg rennandi blautur svo að það eru handklæði við allar dyr þannig að það sé hægt að þurrka honum.

Talaði við Snorra í gær mér fannst hann vera voða dapur hann er búinn að sofa mjög illa út á sjó og er held ég farinn að vilja taka sér frí vona bara að hann verði í fríi þegar hann á afmæli í næsta mánuði því þá er hægt að gera eitthvað skemmtilegt .

Það er búið að vera mikið að læra heima en núna er eins og það sé bara ekki neitt á bara eftir að gera einn kafla í sálfræði þannig að það er bara rólegt hér.

Það er ball á vagninum í kvöld fjallabræður eru að spila verður önuglega fjör þar veit ekki nema að maður kíki aðeins .

en hafi þið það gott kæra fólk sem á eftir að skoða þessa færslu .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband