Góðir dagar

Jæja þá er gellan bara byrjuð í skólanum og mér bara líst vel á þetta það verður  ekki mikið gert annað en að liggja yfir bókunum en spennandi er það.

Annars er ég bara hress og kát kallinn er búinn að vera í helgarstoppi og það er búið að mála og gera voða fínt hér fá Gurrý og Gunnar ská á móti í mat og það var gaman því að þau eru svo mikið mat fólk eins og við .

Nú er Helga mín að fara  út til Birgittu minnar og Atla það verður gaman fyrir þau að hittast en það verður skrítið að hafa hana ekki heima,það er svo skrýtið hvað þessi börn eru fljót að stækka mér finst eins og það hafi verið í gær þegar þær voru litlar að rífast um allt .

En annars hef ég það ágætt sakna allra í bænum það var svo gott að vera þar og hafa vinni og ættingja svona nálægt sér en það er svona þegar maður tekur upp á því að flitja á hjarar veraldar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

 Guðmunda mín gott að fá fréttir af þér ég hélt að þú værir alveg búin að yfirgefa okkur hér á blogginu. Ég ætla líka að takast á við ný verkefni fljótlega og það er svona komin í mig spennuhrollur en líka mikil tilhlökkun.

Vonandi gengur þér vel í skólanum.

Kveðja Ásgerður

egvania, 24.8.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband