Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Jæja það er nú búið að vera fjör hjá mér um helgina komu gestir og það er það skemmtilegasta sem ég veit að vera með fólk hjá mér það vesta við þetta var samt að ég þurfti að vera að vinna en það sakaði ekki svo mikið ,það er búið að vera alveg rjómablíða hér á Flateyrinni eins og svo oft áður .
Er að fara að keyra á morgun suður og kallinn kemur í land og hann er að fara í frí við erum að fara á Clapton á föstudag það verður geggjað.
Helga verður heima og Siggi því að þau eru að vinna en svo er bara ættarmót helgina á eftir og það verður nú fjör hef ekki séð flesta í mörg á þannig að það verður gaman að hitta alla.
Svo skráði ég mig í Menntaskólann á 'Ísafirði það verður spenandi að vita hvort ég komist inn.
Vinir og fjölskylda | 4.8.2008 | 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja þá er búið að fara suður og ná í stelpuna hún er búin að vera í stóra Bretlandi hjá systur sinni hún hefur haft svo gott að þessu er búin að þroskast svo mikið,svo er hún búin að versla frá sér allt vit.
En ég sem sagt brunaði suður á föstudag og endaði í hveragerði hjá foreldrum mínum og auðvitað var Krummi litli með mér það gekk bara vel að keyra það var gott að koma til mömmu og pabba eins og alltaf.
Svo á sunnudag fór ég til tengdó og þar var líka bara dekrað við mig .
'I dag var svo brunað aftur vestur í þessu líka drauma veðri en það er svo gott samt að vera komin heim þannig að núna ætla ég bara að slappa af sem eftir er af þessum góða deigi.
Vinir og fjölskylda | 30.7.2008 | 20:02 (breytt kl. 20:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
hæ hæ allir ég er kona gift og á 3 dætur og einn hund sem heitir Krummi og er Amerískur Cocker Spaniel ,ég bý á Flateyri og vinn sem kokkur.
mig langar bara að byrja að blogga um mitt daglega líf og pælingar.
ég er oft að hugsa hvað langar mig að verða þegar ég er orðin stór veit ekki alveg en þá en ég held að ég verði að fara að finna út úr því .
en allavega á ég þessar 3 stelpur sem eru allar yndislegar og manninn minn hann er sjómaður og honum líkar það vel,svo er það hann Krummi hann er 5 mánaða og er æðislegur það er ekki hægt að vera með betri hund .
Vinir og fjölskylda | 24.7.2008 | 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 28.3.2009 það er ekki hægt að bara að gleima að blogga þótt það sé gama...
- 4.3.2009 góður dagur
- 16.2.2009 Er að komast í gang aftur
- 17.1.2009 Snjór og brjálað veður
- 14.1.2009 nóg að gera
Færsluflokkar
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar