jæja þá

Það er en þá rigning og rok og það getur gert mann alveg brjálaðan en ég get bara ekki breitt þessu er svo sannarlega búin að reina.

Er búin að vera mjög dugleg að læra í dag og það er þvílíkur lettir að vera ekki með þetta hangandi yfir sér þá verður maður svo stressaður .

Ég sakna hans Snorra míns alveg rosalega mikið og vildi svo sannarlega að hann fari að koma í frí en það er víst ekki neitt á næstunni þannig að ég verð bara að halda áfram að sofa ein í rúminu okkar og halda hita á hans hluta rúmsins þanga til þessi elska kemur heim.

Hún Anna mín er svo dugleg að læra og í íþróttum að það er alveg aðdáunarvert.

 


mánudagur

Já ég byrjaði daginn með því að fara í tilraun í sálfræði sambandi við samtímaminni og komst að því að ég hef bara ekki neitt svoleiðis verð bara að taka því get kannski breitt því .

Svo var farið heim og aðeins út að labba kom við hjá Tobbu á heilsugæslunni og fékk kaffi og mola,kíkti svo á elló það var stuð þar eins og vanalega.Þá var ekki hægt að draga þetta lengur konan varð að fara heim að þrífa skúraði allt upp úr borðediki því að hann krummi minn er en þá svo mikill kjáni að hann pissar stundum á gólfið og það er orðið dálítið þreytt svo að þetta varð að gerast .

Bakaði brauðbollur með skinku og osti til að hafa með matnum það var nú gott. Fór svo á kvenfélagsfund þar var spjallað drukkið kaffi og borðaðar kræsingar.

Það leiðinlegasta er að það rignir bara og rignir vona að það fari að stoppa.

 


Helgin okkar Önnu

Jæja kæru vinir þetta er búið að vera góð helgi ,í gær vorum við bara á náttfötunum til kl 3 þá var farið að drífa síg í föt því við vorum boðnar til Bolungarvíkur til Ylfu því við ætluðum að læra saman og svo eldaði Halli maðurinn hennar handa okkur þennan dýrindis steiktan fisk en Anna María var á 'Ísafirði að leika sér við vini sína á meðan.'Eg og Ylfa fórum í göngutúr fyrir mat með hana Urtu það var svo æðislegt veður.En í miðjum kvöldmat heyrði ég sprengingar úr fjallinu ekki neitt smá ógnvekjandi þannig að ég var með í maganum þegar ég var að keyra 'Óshlíðina heim.Þegar heim var komið þá var bara hlammað sér fyrir framan sjónvarpið og þar sofnaði gamlakonan Siggi kom í heimsókn og það gat nú ekki verið gaman með mig hálfsofandi en svona er lífið maður verður bara að hvíla sig.En í dag erum við búnar að gera mest lítið baka eitt bananabrauð sem smakkast alveg rosalega vel og svo á bara að fara snemma í háttinn til að vera hress og kátur á morgun í skólonum.

Gærdagurinn

Ég fór í gær að athuga hvort bíllinn minn væri tilbúin í gær en viti menn ég varð að bíða eftir honum til í dag .Svo ætlaði ég að fara í sund og út að labba en nei það bara gerðist ekki neitt í því gellan settist við sjónvarpið og bara sofnaði og vaknaði ekki fyrr en kl 10 um kvöld og horði á einn þátt og fór svo bara aftur að sofa og og vaknaði í morgun.

vikan er byrjuð

Jæja haldið þið ekki að bíllinn minn hafi ekki tekið upp á því að fara að bila og er kominn á verkstæði og þetta átti ekki að vera neitt mál en auðvita var þetta dálítið meira því að þetta er bíllinn minn og það er ekki neitt sem er bara ekki neitt mál hjá mér eða mínum þannig að hann er kannski tilbúinn á morgun þannig að ég er bara að ferðast með rútu núna.

En það hlaðast bara verkefni á mann í skólanum þannig að það er nóg að gera alla daga manni ætti ekki að leiðast það er nokkuð ljóst.

Það er orðið svo mikið myrkur hér á kvöldin það er alveg ótrúlegt.

Ylfa vinkona mín er að fara að koma vestur á morgun það verður nú gaman að fá hana aftur í skólann og að vita að það er bara allt í lagi með hana er en meiri lettir fyrir alla.

Annars geingur allt voðalega vel allir hressir og kátirGrin


Helgin mín

Jæja það er bara búið að vera nóg að gera um helgina kláraði að læra og svo var Anna á dansnámskeiði á Ísafirði það var voða gaman að horfa á hana ,það er alveg ótrúlegt hvað krakkar eru fljótir að læra allskyns hluti og svo eru þau ótrúlega liðug ég sæi mig í anda gera þetta allt saman.

Við hjónin fórum á vagninn og þar var hljómsveit sem kemur frá Frakklandi þau spila síkkunartónlist það var gaman að hlusta en ekki voru margir mættir en það skaðaði nú ekki.

 

Annars er bara allt við það sama hér kallinn er reyndar að fara á sjóinn í kvöld,það er ekki neitt voðalega spennandi en þetta er lífið.

Mig hlakkar bara til að takast á við næstu viku í skólanum,ég held bara að það sé að fara ð kvikna ljós og að konan sé að fara að skilja eitthvað hahahahahahahahah.

En ég er að hugsa um að skrifa bara ekki neitt meir.

 


sunnudagur eins og hann á að vera

jæja þá ég vaknaði um hádeigi fékk mér kaffi og síkó talaði við kallinn minn og svo kláraði ég heimalærdóminn þvoði smá þvott og drakk meira kaffi Anna fór í bíó voða gaman hjá henni en ég var bara heima að gera mest lítið er bara búin að vera á náttfötunum í allan dag á það ekki að vera þannig á sunnudögum .Krummi er líka búinn að vera slakur í dag þannig að allt heimilis líf er bara rólegt hér að Flateyri það er samt búið að vera voðalega gott veður hér en konan er samt bara búin að vera inni safna orku fyrir næstu viku það er ekki eins og mér veiti ekki af því .svo á bara að fara að sofa á skikalegum tíma í kvöld.

Hvað allir eru ornir stórir

jæja þá er konan bara ein heima Birgitta flutt út til útlanda og býr þar með honum Atla sínum og þau hafa það bara gott og Helga er þar hjá þeim í heimsókn ,Anna hún er að passa hér í þorpinu og þá situr mamman bara ein heima þetta er nú svolítið skrýtið að allir eru að vaxa úr grasi bráðum verður þetta daglegt brauð að maður situr einn og horfir á sjónvarpið .Þetta er eitthvað sem maður verður að venjast ,maður fær bara börnin lánum í einhver ákveðinn tíma svo fara þau sína leið það er gangur lífsins ekki satt.hlakka bara til þegar ég og kallinn verðum orðin gömul þá verður hann hættur á sjó og er bara heima með mér að dúllast það verður nú gaman ekki satt en þetta er bara svona það sem ég er að hugsa þetta kvöldið.en þar er öruklega fleiri sem eru að velta þessu fyrir sér.

skólagangan

Þá er fyrsta skóla vikan að verða búin þetta er bara rosalega gaman en það mun alveg taka tíma að læra á þetta allt saman og bara að skipuleggja sig þannig að maður geti gert allt því að ég vill bara gleyma mér yfir bókunum og það er ekki alveg að virka .

það er bara allt eitthvað svo áhugavert ,vill líka gera allt vel.

það er líka svo gaman í skólanum því allir eru svo jákvæðir að hjálpast að og gera námið sem skemmtilegast.

En í dag er dagurinn sem Helga mín fer út til stórusystur sinnar og það er ekki laust við smá stress í mömmunni verð svo miklu rólegri þegar hún verður komin í faðm þeirra Atla og Birgittu en þetta er svo mikil reynsla sem hún mun fá að vera hjá þeim að held að hún muni aldrei gleyma þessu þau eru líka bara svo skemmtileg og lífsglöð þessir krakkar að þetta verður bara gaman hjá þeim alla daga .

kallinn er bara í landi í rvk eitthvað að dandalast og vona að hann hafi það gott þar hitti hann vonandi í næstu viku sakna hans núna eins og alltaf finnst ekki neitt gaman að vera kona sjómans en honum þykir þetta svo gaman að ég verð bara að styðja hann í þessu eins og öllu öðru.


góð byrjun á viku

Jæja þá var bara vaknað í morgun og gert sig kláran fyrir skólann það var bara spenna í dömunni en samt góð tilfinning,dagurinn byrjaði bara vel allt gekk vel og allir bara jákvæðir það er fyrir mestu .

svo var skroppið í bónus að versla smá og svo beint heim að læra sálfræði þetta verður spennó en ég er ekki búin á eftir að læra í lol geri það eftir mat .

svo er Helga mín að fara suður á morgun og úr á fimmtudag hún er pínu stressuð því að hún verður að fara ein með rútu til Birgittu en það á alveg eftir að reddast ekki spurning .

Annars eru allir hressir .


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband