það er ekki hægt að bara að gleima að blogga þótt það sé gaman á andlitinu

Hér er bara ágætt að frétta það snjóar bara og snjóar ég er farin að vera hrædd um að það komi bara ekki neitt sumar en það verður að vera von annars veit ég ekki hvað ég geri. Það eru tvö próf hjá mér í næstu viku og er ég svolítið stressuð fyrir þau en er það ekki bara eðlilegt?   Kallinn er á sjó og það er mok fiskirí það er bara frábært nema að hann fær ekki nóg svefn það er ekki nógu gott .

 Ég er að gera mér vonir um að ég geti keyrt suður í næstu viku sumir segja að ég sé of bjartsýn með það . annars hef ég ekki neitt að segja nema verið hress bless.


góður dagur

þá er búið að moka mig út út húsinu og bílastæðinu það er ekki neitt smá skrítið hvað er búið að snjóa mikið hér en það er svona . Ég er bara búin að vera hress og kát síðustu daga þótt að ég sé búin að vera með vinstri hendi virka þetta reynir á æðruleysið get ekki sagt neitt annað um það. Skólinn gengur bara ágætlega hlakka bara til að komast í hann á morgun það verður stuð . Annars eru allir bara hressir hef svo sem ekki neitt mikið að segja nema hafið það gott bæ bæ.

Er að komast í gang aftur

Það sem er að frétta af mér er það að ég er árinu eldri og það er bara gott ég tel að ég eldist bara ágætlega svo er miðjubarnið mitt hún Helga líka búin að eiga afmæli og er orðin sjálfráða og er bara mjög ánægð með það því að núna getur mamma ekki neitt verið að tuða um útivist og svoleiðis verð bara að treysta því að ég hafi alið hana nokkuð vel upp. Annars er bara búið að vera mikið að gera í skólanum próf og verkefni það virðist ekki koma nein pása núna en það er bara gott. Annars er bara allt í góðu en ég ætla að fara að verða duglegri að pára eitthvað hér en hafið það gott þangað til.

Snjór og brjálað veður

Jæja ég var í gær að fara á næturvakt og það var svo vont veður að ég ákvað að fara á bílnum og viti menn ég fór beint í skafl og sat föst þannig að þegar ég var búin að vinna í morgun þá varð ég að byrja á því að fara að moka bílinn út og það voru allskonar aðferðir hjá mér við að losa bílinn og það gekk sem betur fer þannig að ég er allavega búin með alla þá hreyfingu sem ég þarf í dag. Og hef hugsað mér að vera bara inni í dag það er ekki neitt spes veður alla vega í augnablikinu . Kannski að maður fari bara að læra það væri gott að vera bara búin að gera það . Annars er ég að fara að vinna aftur í nótt en ég fer labbandi það er bókað mál . Annars er ég bara ágætlega hress langaði bara að setja þetta hér inn kannski að veturinn sé að koma núna hafið það gott .

nóg að gera

Það er bara búið að vera mikið að gera skólinn vinna heimilið börnin og svo auðvitað kallinn minn og ekki má gleyma prinsinum honum Krumma . Ég er að læra ensku og það er kannski ekki svo mikið en ég á líka að skrifa og þá vandast málin því að þetta er meira en að segja það ég er sveitt yfir þessu alla daga svo er það líffæra fræðin og ekki er það betra er bara lost í þessu en ég verð að vera bjart sín um að þetta komi hjá mér því annars fer allt í steik í hausnum á mér. Annars eru svona blendnar tilfinningar þessa dagana allt svona upp og niður en vonandi kemst allt í lag bráðum. En ég hef svo sem ekki mikið að segja þessa dagana þannig að hafið það sem best .

Vikan er komin

Hún Helga mín komst suður í dag og mig langar að segja við hana að hugur minn er hjá þér þessa erfiðu daga .

En það var farið í skólann í morgun voða gaman en viti menn það voru veikindi og svo var nýja kaffi kannan bara biluð  þannig að það ver ekki neitt kaffi að fá en ég og Ylfa við fórum bara til ömmu og afa í kaffi og spjall það var gaman að koma þangað eins og alltaf.Svo var bara að bruna heim þegar skólatímarnir tveir voru búnir og læra smá í ensku ég kann ekki neitt er alveg búin að sjá það hvað var ég að gera þegar ég átti að vera að læra þegar ég var yngri þetta er bara til skammar en það er svona. Svo er ég að fara að vinna kl 4 gaman gaman ég er búin að tala við konuna og segja henni að þetta sé ekki að virka saman þannig að ég hætti næstu dagana en verð til taks ef bráðvantar á kvöldvaktir eða kannski nætur sjáum til með það . Ég ætla að taka bækurnar með mér því að ég þarf að læra smá meira þannig að þetta reddast alveg . En bið að heilsa í bili bæbæ.


Gaman Gaman

Þá er fyrsta skólavikan búin og það er bara búið að vera fínt reyndar rólegt því að það er einn kennarinn búin að vera í fríi þannig að það er bara búið að vera einn tími á dag þannig að næsta vika verður strembin . Ég er eitthvað að spá í að hætta að vinna með skólanum því að þetta á ekki eftir að ganga af þeirri ástæðu að við verðum að taka vaktir á sjúkrahúsinu og við fáum skróp í þeim tímum sem kennarar taka ekki tillit til að þetta er partur af náminu og svo er ég líka með morgunvaktir á elló og þá fæ ég líka skróp þannig að þá eru komnar nokkuð margar fjarvistir og það er ekki að ganga en ég er ekki búin að ræða við kallinn minn um þetta en fer í það í dag. Helga er að bíða eftir því að komast í flug núna en það er alveg glatað veður þetta er alveg ótrúlegt. Anna María er á Ísafirði núna hjá vinkonu sinni vona bara að ég komist yfir að ná í hana . Ég er ekki alveg búin að vera hin hressasta síðustu dagana en vona að ég fari að koma til því að þetta er ekki gaman. Búin að vera að skoða allar myndirnar sem við tókum um jólin og áramót þær eru æðislegar mun skella nokkrum inn í dag þannig að þið getið séð smá brot. En endilega kommentið þið ef þið komið að skoða bloggið mitt . En það er alveg að verða kreisí veður hér á Flateyri núna . En hafið það gott þanga til næst.

Þá er allt komið í sitt gamla far aftur

komið þið sæl öll sömul ég og stelpurnar erum allar komnar í skóla á Ísafirði og það er bara gaman að þurfa ekki að keyra ein yfir á morgnana og nú eru líka allir ánægðir. Ég er að vinna núna með skólanum og þetta er svolítið strembið að gera þetta allt svo að vel fari en ég ætla bara að sjá til hvað ég geri í þessu en verð nú samt að fara að ákveða mig svona bráðum.Kallinn er á sjó og ég sakna hans mikið en það er víst ekki hægt að vera að væla um það endalaust því að það er ekki hægt að breyta því svo auðveldlega. Hún Helga mín er að fara í bæinn á laugardag það verður  gott fyrir hana að hitta pabba sinn og afa já og alla hina líka .

Það er svo kalt hjá Birgittu og Atla núna að þau eða allavega hún er að deyja úr kulda þannig að ég verð að fara að hamast við það að klára lopapeysurnar fyrir þau því ekki vill ég að þeim sé kalt.  

En það er bara gaman að vera byrjuð aftur í skólanum  og hitta kerlurnar aftur það var nú bara komin söknuður í okkur allar .

En ég hef nú ekki neitt rosalega mikið að segja vildi bara smella einhverju hér inn bæjó í bili.


Allir farnir og það er tómlegt

Það er búið að vera rosalega gaman hér um þessi jól og áramót fyrst voru hjá okkur tengdó um jól sem var alveg yndislegt svo komu Biggi og Jóna með Hafdísi og Söndru og þau voru hjá okkur um áramót það var farið á brennu á gammlás eftir þessa líka dýrindis máltíð svo komum við heim og byðum spennt eftir skaupinu sem var svo bara glatað þegar það var búið var manskapurinn tilbúin í sprengjur og það var farið út þetta var alveg geggjað mun setja myndir næstu daga að þessu loknu var farið að gera sig kláran til að fara með fólkið á ball á Vagninum ég var reyndar að vinna á barnum en það vara allt í góðu skemmti mér bara vel í því allir voða kátir til að verða fimm um morguninn . Á nýjárs dag var bara verið í rólegheitum fram eftir degi svo var eldaður stera kjúlli en hann var alveg geðveikislega góður svo var farið að spila partý og co rosa skemmtilegt spil það var mikið hlegið og fullt af myndum teknar . En í gær fór Snorri á sjó og Biggi fór með fjölskylduna heim í flugi mig langar bara að segja við þau takk fyrir að koma til okkar þetta var svo gaman. En allir gleðilegt ár takk allt gamalt og gott sjáumst á nýju ári.

góðir dagar

Það er búið að vera alveg yndislegt yfir jólin við erum búin að borða mikið spila og hafa gaman tengdó áttu flug í gær en það var ekki flogið þannig að þau fóru bara núna áðan það verður nú tómlegt að hafa þau ekki. Hún Helga mín átti að fara í fyrra dag í bæinn en ekki var flogið og ekki í gær svo átti hún að fara í dag en hún er komin með hálsbólgu og hita þannig að hún verður bara heima ég er að dæla í hana te með hunangi og hún er bara undir teppi. Birgir og Jóna koma ekki á morgun heldur hinn það verður fjör að fá þau . Annars vill ég ota tækifærið og segja gleðilega hátíð við alla . Ég er að verða búin að prjóna loppapeysu handa Birgittu og hann Krummi er alltaf að reyna að hjálpa mér honum finnst lopi alveg æði verð bara að gera peysu á hann . En ég segi þetta gott í byli bæjó.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband